Karellen
news

Vel heppnaður íþróttadagur

01. 06. 2022

Á mánudaginn hélt leikskólinn hátíðlegan árlegan íþróttadag. Veðrið lék við okkur og var hún Maria íþróttakennari með skemmtilegar hreyfistöðvar út um allan garð. Í hádeginu var grillað og kom hún Þóranna í heimsókn sem hélt uppi leik og söng fyrir alla viðstadda. Seinnipartinn fengu allir vöflur með rjóma. Frábær dagur þar sem skemmtileg hreyfing blandaðist við sparimat og hátíðleika.

© 2016 - 2024 Karellen