Karellen

Þróunarverkefni skólans

Þróunarverkefni eru ríkur þáttur í starfi leikskólans sem er í sífellu að þróa nýja starfshætti og þróa áfram þá sem fyrir eru.

2019 - 2020 Fugl vikunnar - fuglafræðingar á Bæjarbóli

Markmið verkefnisins voru að börnin:

  • Kynnist helstu fuglategundum í umhverfinu,
  • Kynnist séreinkennum fuglanna, útliti, litum, lífsháttum og hljóðum.
  • tjái fugla í gegnum teikningar og fjölbreytt, skapandi myndlistarverkefni
  • efli orðaorða, stafaþekkingu og hljóð í gegnum heiti fugla, sögur, söngva og fræðslu
  • kynnist ritun bókstafa, þrói fínhreyfingar og grip á skriffæri
  • læri að bera virðingu fyrir umhverfinu og verða meðvituð um dýralífið allt um kring
  • búi til og geti nýtt sína eigin fuglabók

Þróunarskýrsla - þróunarskýrsla - fugl vikunnar.pdf

2018 - 2019 Heilbrigð sál í hraustum líkama - samstarfsverkefni Bæjarbóls og Kirkjubóls

Markmið verkefnisins voru:

  • Að styðja við heilsueflingu starfsmanna og barna leikskólans.
  • Að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi leikskólans, hvetja starfsmenn til hreyfingar og efla mannauð með bættri líðan og heilsu.
  • Að auka samstarf á milli deilda leikskólans og gera skólann að meiri heild.
  • Að auka samstarf á milli leikskólanna Bæjarbóls og Kirkjubóls og samstarf deildarstjóra.

Þróunarskýrsla - throunarskyrsla-heilbrigd-sal-i-hraustum-likama.pdf

2017-2018 Lærum og leikum með hljóðin

Veturinn 2017-2018 var á Bæjarbóli unnið með þróunarverkefnið „Lærum og leikum með hljóðin, málörvun yngri barna“ . Markmið þess var að þróa markvissari málörvunarstundir fyrir yngri börn leikskólans þar sem lögð var áhersla á framburð og hljóð. Með námsefninu var mögulegt að vinna markvisst með íslensku málhljóðin og stuðla að snemmtækri íhlutun barna sem þurfa á því að halda.

þróunarskýrsla - lærum og leikum með hljóðin.docx.pdf

2017-2018 Heilsueflandi leikskóli

Markmið verkefnisins var tvíþætt annars vegar að styðja við heilsustefnu leikskólans Bæjarbóls og hins vegar að taka þátt í verkefninu Heilsueflandi leikskólar á vegum landlæknisembættisins. Sérstök áhersla var lögð á að vinna með geðrækt barna og starfsfólks, huga að andlegri líðan, jafnvægi á milli hvíldar og hreyfingar og að leitast við að lágmarka streitu í umhverfinu.

þróunarskýrsla - heilsuefling.pdf


2016-2017 Vinátta á Bæjarbóli

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert samstarfssamning við systrasamtökin Red Barnet í Danmörku og Mary Fonden um notkun námsefnisins Fri for Mobberi sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskólum og yngstu bekki grunnskóla. Barnaheill hafa þýtt, staðfært og framleitt það efni sem ætlað er leikskólum og hefur verkefnið hlotið nafnið Vinátta á íslensku. Bæjarból fékk styrk úr úr þróunarsjóð leik-og grunnskóla í Garðabæ til að innleiða námsefnið.

Markmið Vináttu - verkefnisins er:
 að samfélagið í leikskólanum einkennist af umburðarlyndi og virðingu
 að skapa umhverfi þar sem börn sýna hvert öðru umhyggju
 að börn læri að bregðast við neikvæðhegðun og einelti
 að virkja einstaklinga og gefa þeim hugrekki til að grípa inn í og verja félaga sínari

vinátta á bæjarbóli - lokaskýrsla.pdf

2015 -2016 Listafléttan /tónlist og dans

Helstu markmið er að efla starfsmenn og börn í tónlist og dansi á Bæjarbóli. Við viljum að starfsmenn verði öryggir í að nýta sér hljóðfæri sem leikskólinn á í söng og dansi með börnunum. Að starfsmenn eflist enn frekar í að kenna börnunum einfalda og skemmtilega dansa þannig fáum við fleiri tækifræi til að hreyfa okkur á jákvæðan hátt. Verkefnið er tengt þemaverkefni leikskólans um lífsleikni, þar sem áherslan er líkamsvitund, listir og samvinna. Mat starfsmanna var að verkefnið hefði ekki gengið jafn vel og vonir stóðu til en margt mátti samt sem áður læra og reynslan var góð. Lesa má nánar um verkefnið í þróunarskýrslu.

þróunarskýrsla - listafléttan.docx





© 2016 - 2024 Karellen