Karellen

Í leikskólanum Bæjarbóli viljum við að samskipti einkennist af gleði, samvinnu og virðingu. Við höfum sett saman sáttmála um samskipti sem nær til starfsfólks – foreldra – barna. Við viljum að skólabragur leikskólans einkennist af umhyggju og nærgætni, þannig verða góð tengsl á milli allra.

Gleði og ánægja

Að allir finni fyrir gleði og ánægju í leikskólanum og hlakki til að koma og fái að njóta sín á eigin forsendum. Einnig að allir finni og sýni öðrum áhuga, samkennd og leggi sig fram við að brosa, hrósa og vera glaðir.

Samvinna og jákvæðni

Allir hjálpist að með jákvæðum hug að láta starfið ganga hvern dag eftir því skipulagi sem ákveðið er hverju sinni. Allir hjálpast að með öll börn og taki virkan þátt í starfi leikskólans. Allir deili upplýsingum sem mikilvægar eru að berist á milli.

Virðing og heiðarleiki

Að við hlustum á aðra af virðingu og segjum okkar skoðun á heiðarlegan hátt. Við hlustum á alla af áhuga og komumst að sameiginlegri niðurstöðu sem við virðum og fylgjum eftir af einhug.

Umhyggja og nærgætni


Allir sýni hver öðrum nærgætni og umhyggju og gæti orða sinna. Allir finni að þeir skipta máli í starfi dagsins og virði tíma hvers annars. Allir hjálpast að, ef upp koma ágreiningsmál og leggjum okkur fram við að leysa þau fljótt. Við tökum athugasemdum og ábendingum á jákvæðan hátt og lærum af mistökum.

Í byrjun og lok dags leggjum við okkur öll fram við að heilsast og kveðjast og þökkum fyrir daginn sem hefur verið ánægjulegur og fræðandi.


© 2016 - 2024 Karellen