Karellen

Fatnaður barna

Mikilvægt er að fatnaður barna sé þægilegur. Í leikskólanum vinnum við með ýmis efni s.s liti, lím og málningu sem getur farið í föt barnanna þrátt fyrir að þau séu í svuntum, vinsamlegast takið tillit til þess. Reynslan hefur sýnt okkur að merkt föt skila sér betur.

Börnin geta blotna í útveru og mikilvægt að vera með föt til skiptanna einnig þurfa þau að vera með hlýjan og hentugan fatnað til að geta notið útiverunnar en heilsuleikskólinn Bæjarból leggur ríka áherslu á útiveru á hverjum degi.

Aukaföt í körfu á baðherbergi / extra chloting to keep in the preschool

Nærföt / underwear

bolur / tshirt

Socks 2 pör / extra socks two pairs

Buxur / extra pair of pants

Peysa / sweater

Sokkabuxur eða leggings / tights or leggings

Nauðsynlegt er að foreldrar fari reglulega yfir körfuna svo allt sé í henni / please make sure that the extra clothing is available and add on if needed.

Meðferðis fyrir útiveru / for outdoor play in winter:

Hlý peysa / warm sweater, wool or fleece

Hlý húfa / warm hat that goes over the ears

Vettlingar 2 pör / mittens at least two pairs

Hlýjir sokkar, ullarsokkar / warm socks

Kuldaskór / warm winter boots- rain boots

Kuldagalli / snowsuit

Pollagalli / rain suit

Úlpa / Warm jacket

Fötin mega vera í leikskólanum yfir vikuna en yfirfara þarf körfur vikulega og taka útiföt heim um helgar. Ef föt fara blaut heim þarf að fylla á körfurnar aftur.

Allur fatnaður barnsins á að vera merktur / please mark all clothing with the childs name.


© 2016 - 2024 Karellen