Karellen

Gæðastefna leikskólans Bæjarbóls.

Í leikskólanum er unnið eftir gæðakerfi sem byggir á sameiginlegri ákvörðun um vinnubrögð og starfshætti. Markmið gæðakerfisins er að ná fram markvissari vinnubrögðum og þar með betra starfi. Aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins er rammi utan um starfið og höfum við unnið útfrá henni gæðahandbók sem inn heldur námskrá ásamt vinnulýsingum. Námskráin ásamt vinnulýsingum eru í sífelldri endurskoðun.


Hlutverk: Að annast uppeldi og menntun leikskólabarna og virða einstaklinginn í hópnum, getu hans og áhugasvið.


Gæðastefna:

- Að virða leik barnanna og ýta undir hæfileika þeirra til að njóta augnabliksins.

- Að efla lífsgleði og samskiptahæfni einstaklingsins.

- Að umhverfið hvetji börnin til sjálfsnáms og þroska og viðfangsefnin séu við hæfi hvers og eins.

- Að huga að heilbrigði, hollustu, hreyfingu og hreysti.

- Að fá leikskólakennara eða annað uppeldismenntað fólk til starfa.

- Að starfsfólk sæki námskeið eða fyrirlestra sem bæta við fyrri kunnáttu og nýtist í starfi.

- Að eiga gott samstarf við foreldra og heimili.

- Að samræma skólanámsskrá elstu barnanna.

- Að efla börnin í að vera hugmyndaríka einstaklinga sem geta unnið sjálfstætt og í samstarfi við aðra.
© 2016 - 2024 Karellen