Karellen

Foreldrar eiga að geta treyst því að öryggi barnanna sé tryggt af fremsta megni meðan á dvöl þeirra í skólanum stendur. Börnin eru undir eftirliti þannig að þau skaði hvorki sig né aðra.

í leikskólanum eru öryggismálin sett upp í öryggisstefnu en markmið hennar er að tryggja öryggi og aðbúnað bæði barna og starfsmanna leikskólans. Einnig að tryggja að samræmi sé í starfsháttum við gildandi lög og reglur er varða öryggi og aðbúnað í leikskólum.

Eftirfarandi atriði eru í öryggisstefnu leikskólans: nánari upplýsingar um hvern þátt má finna með því að smella á tengilinn sem fylgir.


- Á öllum hurðum leikskólans eru klemmuvarnir.

- Farið er yfir leiktæki og leikföng reglulega og þau sem eru skemmd eru fjarlægð og ráðstafanir gerðar til að lagfæra það sem er bilað.

- Eftilit á garðinum. Á hverjum morgni er genginn hringur í garðinum til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi og eins og það á að vera. Starfsmenn deildanna skiptast á að bera ábyrgð á þessu verkefni og skrá það.

- Útbúnar hafa verið rýmingaráætlanir fyrir hverja deild fyrir sig.

- Tvisvar á ári eru farið yfir eldvarnaráætlun á starfsmannafundi. Á hverju hausti kemur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í heimsókn með fræðslu, en börnin í elstu hópunum eru sérstakir samstarfsmenn þeirra. Verkefni þeirra er mánaðarlegt eftirlit með neyðarljósum, að athuga hvort flóttaleiðir eru í lagi, að slökkvitækin séu á sínum stað, þau skoða brunaviðvörunar -kerfið, fylgjast með pumpum á eldvarnarhurðum og að allt sé að öðru leyti í lagi.

- Starfsmenn skrá komu barns og brottför. Ef yfirgefa þarf húsið vegna bruna eða
o náttúruhamfara taka starfsmenn mætingarlistana með sér, hóparnir hittast á fyrirfram ákveðnum stað á leikskólalóðinni og þar er gerð talning.

- Ef barn verður fyrir óhappi/slysi, sér starfsfólk um að hlúa að því og gera það sem gera þarf. Ef um alvarlegra slys er að ræða er hringt í foreldra og þau fara með barnið á heilsugæslu/ slysavarstofu, sé um alvarlegt slys að ræða, er hringt á sjúkrabíl.

- Öll slys eru skráð á þar til gerð eyðublöð. Í lok skólaárs er farið yfir öll slys og athugað hvort meira sé um slys á einhverjum ákveðnum tímum eða stöðum og gerðar úrbætur í samræmi við niðurstöðuna.

- Börnin eru slysatryggð.

- Starfsfólk leikskólans sækir námskeið í Skyndihjálp annað – þriðja hvert ár.

- Börnin eru ætíð í endurskinsvesti þegar þau fara út af skólalóðinni. Starfsfólk fer með bakpoka sem í eru plástrar, oþh. Einnig er starsfólk alltaf með GSM síma með sér.

- Umboðsmaður barna beinir þeim tilmælum til foreldra að láta ekki börn undir 12 ára aldri sækja systkini sín í leikskóla. Við í Bæjarbóli tökum undir þessi tilmæli.

- Einnig eru foreldrar beðnir um að láta starsfólk vita ef einhver annar en þau sækja barnið.


Hér má finna handbók um öryggi og velferð barna frá árinu 2014



© 2016 - 2024 Karellen