Karellen

Saga skólans

Bæjarból er fyrsti leikskólinn í Garðabæ sem byggður er sem slíkur.


Árið 1976 var fyrsta deildin tekin í notkun og var þá Sigurlaug Gísladóttir frá Hofstöðum í Garðabæ forstöðukona en hún er frumkvöðull í leikskólamálum bæjarins.

Árið 1978 var önnur deild tekin í notkun og ári síðar þriðja deildin. Þar með var Bæjarból orðinn að þriggja deilda leikskóla með 56 vistrýmum fyrir hádegi og 56 eftir hádegi. Alls 112 börn.
Byggingin þótti nútímaleg á þeirra tíma mælikvarða og þótti til fyrirmyndar hversu gott útileiksvæðið var.

Árið 1996 var byggð við leikskólann 25 fm viðbygging þar sem er aðstaða starfsmanna þ.e. kaffistofa og fundaraðstaða. Þar var síðar framreiddur morgunmatur og síðdegishressing fyrir börnin þar til nýtt eldhús var tekið í notkun. Í hádegismat höfðu börnin með sér nesti að heiman.
Garðabær hefur vaxið hratt á undanförnum árum og stöðugar óskir um fleiri l leikskólarými. Einnig voru gerðar kröfur um heitan mat í hádeginu á leikskólanum.

Árið 1999 var aftur hafist handa um stækkun skólans og nú um 255 fm.
Bætt var við einni deild ásamt eldhúsi og einnig langþráðum sal fyrir hreyfingu og ýmsar uppákomur. Viðbyggingin var formlega tekin í notkun 1. apríl 2000.

Árið 2010 í maí fékk leikskólinn viðurkenningu sem Heilsuleikskóli og starfar eftir viðmiðum heilsustefnunnar. Um haustið var leikskólinn stækkaður tímabundið eða í tvo vetur vorum við með 5 ára deild í húsnæði Flataskóla, þar gátu verið 24 börn.

Árið 2011 var bætt við lausri kennslustofu í garð leikskólans og bættust þá við 16 börn og gátu þá verið 120 börn í leikskólanum.

Árið 2012 var hætt að reka deild í Flataskóla og leikskólinn þá orðin 5 deilda leikskóli.

Árið 2018 var hætt að reka deild í aukahúsi á lóð og því breytt í undirbúningsaðstöðu starfsmanna, fundarherbergi og leikfangageymslu.

Í dag er Bæjarból fjögurra deilda leikskóli og þar geta 86 börn dvalist samtímis.

Leikskólastjóri er Auður Ösp Guðjónsdóttir

© 2016 - 2024 Karellen