Karellen

Afmæli

Að eiga afmæli er stór stund í lífi barns. Afmælisbörn undirbúa með starfsmanni kórónuna sína, velja á hana lit, lögun og skreyta. Á afmælisdaginn ber barnið kórónuna og stjórnar með starfsmanni söng og leik í samverustund. Í söngsal er síðan sungið fyrir afmælisbörn vikunnar.

Börnin koma ekki með boðskort í afmæli í leikskólann en það er velkomið að upplýsa foreldra um netföng annarra foreldra til að þeir geti sjálfir boðið í afmæli. Hins vegar eru það vinsamleg tilmæli til foreldra að bjóða annaðhvort öllum stúlkum á deild afmælisbarnsins, öllum drengjum eða allri deildinni. Það er alltaf sárt að vera ekki boðið í afmæli sem börnin eru að tala um sín á milli og mikilvægt að við hugum að því þegar haldið er upp á þessa merkisdaga barnanna heimavið.

© 2016 - 2023 Karellen