Karellen

Fræðslu- og menningarsvið

nær yfir málefni daggæslu, leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttamál, æskulýðs- og tómstundamál, menningarmál og vinnuskóla.

Sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs er Guðbjörg Linda Udengard

Netfang: linda@garðabaer.is

Leikskólafulltrúi Garðabæjar er Hanna Halldóra Leifsdóttir og hefur hún eftirlit með framkvæmd skólastarfs í leikskóla.

Netfang: hannah@gardabaer.is


Sérfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta

Á fræðslusviði starfa þrír sálfræðingar. Þeir annast sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum í grunn- og leikskólum bæjarins og veita ráðgjöf og stuðningsviðtöl.

Foreldrar og skólafólk sem og aðrir geta leitað eftir sálfræðiþjónustu vegna hvers kyns erfiðleika eða vanlíðunar barna. Sálfræðingarnir hafa fasta viðveru í grunnskólunum en sækja leikskólana eftir þörfum.

Kristín Eva Rögnvaldsdóttir sálfræðingur sinnir þjónustu við leikskólann Bæjarból

Netfang: kristinro@gardabaer.is


Þjónusta talmeinafræðinga

Talmeinafræðingar hafa aðsetur á bæjarskrifstofum. Þeir sinna greiningu vegna málþroskaraskana og framburðarerfiðleika barna í leik- og grunnskólum og veita foreldrum og starfsfólki skólanna ráðgjöf.

Sara Bjargardóttir talmeinafræðingur sinnir þjónustu við leikskólann Bæjarból

Netfang: sarabj@gardabaer.is


Sérkennsla í leikskólum

Sérkennslufulltrúi leikskóla hefur aðsetur á bæjarskrifstofunum. Hann hefur yfirumsjón með sérkennslu í leikskólunum í Garðabæ og annast faglega ráðgjöf til starfsfólks og foreldra barna í öllum leikskólunum. Sérkennslufulltrúi sinnir frumgreiningu á frávikum leikskólabarna.

Margrét Björk Björgvinsdóttir er sérkennslufulltrúi leikskóla í Garðabæ.

Netfang: margretbj@gardabaer.is


© 2016 - 2024 Karellen