Karellen

Starfsmannastefna Bæjarbóls nær yfir alla starfsmenn leikskólans.

- Við á Bæjarbóli leggjum áherslu á að ráða hæfileiksríka og áhugasama starfsmenn af öllum kynjum.

- Við viljum gefa öllu starfsmönnum tækifæri til að njóta sín sem best í starfi

- Við viljum að gott samstarf sé á milli starfsmanna og milli deilda.

- Við viljum skapa samkennd meðal starfsmanna og starfsmenn séu tilbúnir að ganga inní störf annarra ef þarf.

- Okkar skóli einn skóli.

- Við viljum að starfsmenn séu metnaðarfullir og taki þátt í endirmenntun og fræðslu sem við bjóðum upp á.

- Við viljum að allir starfsmenn séu meðvitað um stefnu okkar og vinnubrögð. Hafi tök á að kynna sér Gæðahandbók leikskólans.

- Við viljun að vinnustaðurinn sé hlýlegur, fræðandi og öruggur. Allir starfsmenn taki þátt í að gera hann þannig.

- Við viljum að allir starfsmenn taki þátt í að gera vinnuaðstöðuna örugga, þægilega og heilsusamlega.

- Við viljum að upplýsingarflæði sé gott og öruggt milli stafsmanna. Allir starfsmenn sem búa yfir upplýsingum sem nauðsynlegar eru öðrum, ber ábyrgð á því að þær berist.

- Við viljum að það sé ákveðið upplýsingarkerfi á leikskólanum, töflur á kaffistofu og deildum, fundagerðir og tölvur.

- Við viljum að starfsmenn veiti góða, jákvæða og faglega þjónustu við börn og fullorðana© 2016 - 2024 Karellen