Karellen

Í stjórn foreldrafélagsins veturinn 2021 - 2022 eru:

Ása Jakobsen - formaður

Edda Guðrún Valdimarsdóttir - ritari

María Kristjánsdóttir - meðstjórnandi

Rósamunda Þórarinsdóttir - meðstjórnandi

Harpa Þrastardóttir - meðstjórnandi

Bjarney Anna Bjarnadóttir - meðstjórnandi

Arna Björg Jónasdóttir - gjaldkeri

fundargerðir:

foreldrafélagsfundur 31. mars 2022.pdf

aðalfundur foreldrafélagsfundur sept 2021.pdf

foreldrafélagsfundur 14. júní 2021.pdf

fundargerð 19.11.19 .pdf

fundargerð 1. október 2019.docx.pdf

fundargerð 7. mars 2019.pdf

foreldrafélagsfundur 12. apríl 2018.pdf

Ársuppgjör :

Aðalfundur 29. sept 2021 - kynning á starfinu 2020 -2021

kynning-á-starfinu-2019-2020-pp (1) (1).pdfReglur foreldrafélagsins:
1 gr. Félagið heitir foreldrafélag Bæjarbóls.
2 gr. Félagar eru foreldrar eða forráðamenn barna leikskólans.

3.gr. Markmið félagsins er:
a) að bæta aðbúnað barna og starfmanna leikskólans
b) að skapa vettvang samskipta og samvinnu foreldra og starfsmanna
c) að vinna að hagsmunum barna innan bæjarfélagsins
4.gr. Félagsgjald er 650 kr á mánuði – ekki er greitt fyrir júlímánuð.
5.gr. Stjórnin skal skipuleggja viðburði fyrir börnin.
6. gr. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi. Hver deild skal eiga a.m.k. einn fulltrúa og einn til vara.

Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji tvö ár í senn. Stjórnin sjálf skiptir með sér verkum. Kjósa skal formann, ritara og meðstjórnanda. Formaður stjórnar er fulltrúi félagsins í Landssamtökum foreldrafélaga leikskóla og ber að tilkynna samtökunum um hann að lokinni kosningu.

Formaður boðar til stjórnarfunda.
7. gr. Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir félagsfunda.
8. gr. Stjórn félagsins skal vinna að markmiðum félagsins og koma saman svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en ársfjórðungslega.
9. gr. Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. sept- 1. nóv ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu í Leikskólanum með minnst viku fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:
a) skýrsla formanns um starfssemi félagsins
b) reikningar félagsins
c) kosning stjórnar
d) breytingar á starfsreglum
e) önnur mál.

10. gr. Tillögur til breytinga á starfsreglum verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi 3 dögum fyrir auglýstan aðalfund. Breytingar ná því aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði.


© 2016 - 2024 Karellen