Karellen

Foreldrasamvinna

Á Bæjarbóli er lögð áhersla á góð dagleg samskipti þegar foreldrar koma með og sækja barn sitt. Barnið dvelur stóran hluta dagsins í leikskólanum og því er nauðsynlegt fyrir starfsmenn að vita um líðan barnsins og venjur heima fyrir og að foreldrar fái upplýsingar um hvernig dagurinn í leikskólanum gekk. Oft veldur lítið atvik, hvort sem er í leikskólanum eða heima, því að hegðun barnsins er ekki söm og áður. Geta þá upplýsingar auðveldað foreldrum og starfsmönnum að vinna úr þeim málum.


Foreldrar geta alltaf hringt í leikskólann til þess að spyrjast fyrir um líðan barnsins. Starfsmenn leikskólans hringja einnig heim ef eitthvað sérstakt kemur upp á.

Foreldraviðtöl
Boðið er upp á foreldraviðtöl tvisvar sinnum á ári í febrúar – mars og í október. Þá gefst foreldrum tækifæri til að ræða einslega við leikskólakennara um barnið og starfsemina. Hvetjum við foreldra til að nýta sér þessi viðtöl.

Foreldrafélag
Foreldrafélag er starfandi við leikskólann. Ákveðin fjárhæð er greidd í foreldrasjóð og stendur hann straum af ýmsum ferðum og uppákomum fyrir börnin. Gjald í foreldrasjóð er innheimt mánaðarlega með leikskólagjaldi en er ekki innifalið í gjaldinu. Foreldrasjóðsgjald er 650 kr. á mánuði.

Foreldrafundir
Fundir eða heimsóknir eru allt að fjórum sinnum á ári.
- Aðalfundur foreldrafélagsins þar sem kosin er ný stjórn og starfsemi þess kynnt
- Fræðslufundur í leikskólanum að hausti
- Foreldrakaffi í desember.
- Opið hús er einu sinni á ári en þá bjóða börnin fjölskyldunni að heimsækja leikskólann sinn.
- Foreldraviðtöl eru tvö annað að hausti og hitt að vori. Í haustviðtali eru áherslur vetrarins kynntar og í báðum viðtölum er farið yfir heilsubók barnsins.

Fréttabréf
Fréttabréf Bæjarbóls er gefið út fjórum til fimm sinnum á ári, sent heim með tölvupósti og hengt upp á deildum. Fréttabréfið inniheldur upplýsingar um starfsemi leikskólans hverju sinni og það sem framundan er í leikskólanum. Einnig er hægt að nálgast fréttabréfið á heimasíðu leikskólans.

Foreldraráð
Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði.

Hér eru undirsíður sem innihalda upplýsingar sem snúa að foreldrum og börnum í leikskólanum

Foreldrabæklingur "virkir foreldrar betri leikskóli"

Handbók foreldrafélag og foreldraráðs maí 2010


© 2016 - 2023 Karellen