Karellen
news

Fréttabréf fyrir marsmánuð

02. 03. 2022

Nú styttist í að skila þurfi upplýsingum til leikskólans varðandi sumarleyfi barnanna. Foreldrar eru hvattir til að fara inn á þjónustuvef Garðabæjar og fylla þar inn í sumarleyfisblað en síðasti skiladagur er 15.mars. Skipuleggja þarf frí starfsmanna og ráðningu sumarstarfsfólk í samræmi við frí barnanna. Foreldrasamtölin byrja eftir miðjan mars og skráningarlistar settir upp á hverri deild fyrir sig. Að sjálfsögðu er ávallt hægt að vera í sambandi við deildarstjóra ef foreldrar vilja fá auka samtal og einnig er hægt að koma með fyrirspurnir í tölvupósti. Nú stendur yfir úthlutun leikskólaplássa fyrir næsta skólaár þannig að þeir sem þurfa að sækja um flutning ættu að gera það sem fyrst. Einnig stendur yfir innritun í grunnskóla bæjarins 7.- 11. mars. Hér á heimasíðu Garðabæjar er hægt að sjá nánari upplýsingar um innritun og kynningar skólanna https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/...

Miðvikud. 2. mars Öskudagsgleði, búningar, ball og húllumhæ. Pizza í hádegismatinn. Þóranna sér um ballið og starfsfólk leikur söguna um geiturnar þrjár/ costume day, dance and fun

Föstudagur 4. marsSöngsalur – sungið saman í salnum / singing together

Laugard. 5. marsÞóranna með söng og sögustund í bókasafni Garðabæjar kl. 13:00 / our teacher Þóranna singing and telling stories in the Garðabær library

Þriðjud. 8. mars Blái hópur fer á sinfóníutónleika í Hörpu, flutt verður verkið „Veiða vind“

Föstudagur 11. mars Flæði – Skynjunarstöðvar um allan leikskólann með áherslu á upplifun, hljóð, bragð, sjón, snertingu og lykt. / sensory play in all classrooms

Þriðjud. 15. marsvera búin að skila inn sumarleyfi í þjónustugátt

Föstud. 18. marsSöngsalur / singing together

Mánud. 21. mars misliti sokkadagurinn, fögnum margbreyti- leikanum með því að koma í mislitum sokkum í leikskólann / colorful sock challenge

Vikan 21. – 24. marsForeldrasamtöl á Hnoðraholti / parent meeting in Hnoðraholt

Vikan 28. – 31. marsForeldrasamtöl á Móholti og Hraunholti / parent meeting in Móholt and Hraunholt

Föstud. 25. mars Leikfangadagur / toy day

© 2016 - 2024 Karellen