news

Fréttabréf fyrir marsmánuð

05. 03. 2019

Á næstu dögum verður send út viðhorfskönnunin Skólapúlsinn en tilgangurinn með henni er að fylgjast með og bæta leikskólastarfið. Allir foreldrar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni þar sem það er mikilvægt fyrir okkur að fá marktækar niðurstöður og til þess þurfum við meira en 80% svörun. Könnunin verður send í tölvupósti.

Einnig verða eyðublöð vegna sumarleyfa fljótlega sett í hólf barnanna og foreldrar hvattir til að skila þeim í kringum 20. mars. Skipuleggja þarf öll frí starfsmanna og ráðningu sumarstarfsfólk í samræmi við frí barnanna. Foreldrasamtölin verða svo í apríl og skráningarlistar hengdir upp í kringum næstu mánaðarmót.

Föstudagur 1. mars Danskennsla að morgni / dance lessons

Mánud. 4. mars Bolludagur

Þriðjud. 5. mars Sprengidagur- saltkjöt og baunir í matinn

Miðvikud. 6. mars Öskudagur – búningar og gleði / ash Wednesday – costume day.

Ball yngri deilda 9:30 – 9:55 – Hnoðraholt Hraunholt

Ball eldri deilda 10:05-10:35 – Móholt og Nónholt

Dagný Björk danskennari sér um ballið og tónlistina.

Kl : 11:00 – Leikrit starfsmanna og kötturinn sleginn úr tunnunni

Kl:11:30 – matur – Pizza

Föstud. 8. marsDanskennsla að morgni / dance lessons

Föstud. 15. mars Gulur dagur /yellow day. Endilega koma í einhverju gulu þennan dag.

Síðasti danstíminn, foreldrum á Móholti og Nónholti boðið að sjá síðasta tímann sem verður eftir hádegi. / last dance lesson.

Föstud. 22. marssöngsalur – singing together

Föstud. 29. MarsLeikfangadagur – allir mega koma með leikfang að heiman / toy day.

© 2016 - 2019 Karellen