Karellen

Sérkennsla í Bæjarbóli.

Á Bæjarbóli hefur verið staða sérkennslustjóra undanfarin ár. Megin verkefni hans eru að bera ábyrgð á og stjórna skipulagingu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra. Sérkennslustjóri er einnig faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjörf til annara starfsmanna leikskólans.

Á Bæjarbóli er sérkennslan útfærð með þeim hætti að unnið er með litla barnahópa til örva og styrkja mismunandi þroskaþætti. Hugmyndafræði um nám án aðgreiningar er okkar leiðarljós þar sem við teljum að börn læri best í samskiptum við önnur börn. Í okkar huga er hvert og eitt barn einstakt og taka þarf tillit til þarfa allra. Við teljum nauðsynlegt að börnin fái að blómstra í leikskólanum og styrkleikar þeirra fái notið sín. Einn mikilvægasti þátturinn í starfi sérkennslustjóra er að koma upplýsingum til starfsfólks og foreldra, en slíkt flæði er nauðsynlegt til að byggja upp traust og virðingu.

Sérkennslustjóri leikskólans er Bjarnhildur Svava Ólafsdóttir

Beiðni um athugun og ráðgjöf

Ef áhyggjur vakna varðandi hegðun og/eða þroska barna þá er mögulegt að sækja aðstoð hjá sérfræðiþjónustu leikskóla.

Sérfræðiþjónusta leikskóla skóladeildar Garðabæjar sinnir frumathugun vegna einstakra barna og

Starfsmenn sérfræðiþjónustunnar eru talmeinafræðingar, sálfræðingar og sérkennslufulltrúi leikskóla.

Undanfari slíkrar aðstoðar er beiðni sem fylla þarf út og skila undirritaðri af foreldrum en engin athugun er gerð án samþykkis foreldra.




© 2016 - 2024 Karellen