Fatnaður barna

Mikilvægt er að fatnaður barna sé þægilegur. Í leikskólanum vinnum við með ýmis efni s.s liti, lím og málningu sem getur farið í föt barnanna þrátt fyrir að þau séu í svuntum, vinsamlegast takið tillit til þess. Reynslan hefur sýnt okkur að merkt föt skila sér betur.

Börnin geta blotna í útveru og mikilvægt að vera með föt til skiptanna einnig þurfa þau að vera með hlýjan og hentugan fatnað til að geta notið útiverunnar en heilsuleikskólinn Bæjarból leggur ríka áherslu á útiveru á hverjum degi.

Í leikskólakörfunni þarf að vera:
Aukaföt
Nærföt
Sokkar
Gammósíur / sokkabuxur
Buxur
Bolur
Peysa

Fyrir útiveru þarf að hafa:
Útiföt
Regngalla
Kuldagalla
Stígvél / kuldaskó
Hlýja peysa / hlýjar buxur
Húfu
Vettlinga 2-3 pör
Ullarsokka

Fötin mega vera í leikskólanum yfir vikuna en yfirfara þarf körfur vikulega og taka útiföt heim um helgar. Ef föt fara blaut heim þarf að fylla á körfurnar aftur.

Vetrarföt


© 2016 - 2021 Karellen