Karellen
news

Fréttabréf fyrir maí mánuð

09. 05. 2018

Við þökkum fyrir frábæra mætingu á opið hús og það var gaman að sjá alla fjölbreytnina í störfum barnanna í vetur. Ótrúlega vinnusöm börn og starfsmenn. Í sumar verða eins og svo oft áður einhverjar breytingar í starfsmannamálum. Þuríður hættir á Bæjarbóli 17. maí og þökkum við henni frábær störf í gegnum árin. Einnig hætta systurnar Þóranna og Heiða á Vinaholti í lok maí. Það er eftirsjá af þessu öfluga starfsfólki og óskum við þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Hætt verður að nýta Vinaholtið sem deild og verður Bæjarból því fjögurra deilda leikskóli næsta vetur. Vinaholtið verður í staðinn vinnuherbergi kennara og leikfangasafn. Röðun barna á deildar er í vinnslu og verður upplýst um deildarskiptingu í byrjun júnímánaðar. Þeir sem hyggja á breytingar þurfa að segja upp leikskólaplássi með í það minnsta mánaðarfyrirvara.

Hafdís Birnauppeldis- og menntunarfræðingur verður deildarstjóri á Móholti frá 20.maí til loka júlímánaðar en búið er að auglýsa stöðu deildarstjóra á deildinni frá því í byrjun mars og lítið að frétta af umsóknum. Við verðum að vona það besta. Margrét Ármannsdóttir grunnskólakennaranemi verður einnig hjá okkur í sumar eins og í fyrra. Katla íþróttafræðingur er nýr starfsmaður sem mun sjá um hreyfingu á Bæjarbóli og byrjar hún 1.júní.

Saga Björnsdóttir semvar starfsmaður á Hnoðraholti á síðasta ári verður í stöðu flokkstjóra sem heldur utan um störf sumarstarfsfólks á vegum atvinnuátaks Garðabæjar. Auk Sögu og Margrétar verða hjá okkur í sumar Sigríður Ósk, Alma Diljá, Brynja Lind, Kristín Sif, Ingibjörg og Hrafnhildur Tinna og voru þær þrjár fyrstnefndu einnig hér í fyrrasumar þannig að þær þekkja okkur vel.

Nú er ýmislegt framundan í viðhaldsmálum og verða gerðar lagfæringar og breytingar bæði á Hnoðraholti og Hraunholti á næstunni þar sem baðherbergin verða tekin í gegn. Þetta er heldur betur tímabær framkvæmd. Mögulega verður byrjað núna strax í maí en þá nýtum við salinn fyrir börnin.

Börnin á Bæjarbóli tóku þátt í vorhreinsidögum Garðabæjar í lok apríl og við fengum styrk frá bænum til að verðlauna þau fyrir frábæra frammistöðu. Pantað var nýtt hjól fyrir styrkinn sem mun nýtast vel í sumar og ætlar foreldrafélagið jafnframt að styrkja okkur með kaupi á öðru hjóli. Nánari fréttir um það síðar þegar hjólin koma í hús.

Fimmtud.10. maí - Uppstigningardagur og leikskólinn lokaður

Föstudagur 11. maí - Skipulagsdagur og leikskólinn lokaður

Miðvikud.16. maí - Íþróttadagur á leikvellinum ef veður leyfir

Föstudagur 18. maí - Söngsalur

Mánud.21. maí - Annar í hvítasunnu og leikskólinn lokaður

Þriðjud.22. Maí - Umferðarskóli fyrir elstu börnin á Nónholti kl.13:00

Fimmtud. 24. maí - Vorskóli fyrir börn sem fara í Hofsstaðaskóla kl. 14:30

Föstudagur 25. maí Síðasti - Leikfangadagur fyrir sumarfrí

Miðvikud. 30. maí - útskrift elstu barna í salnum kl. 14:30 og sumarhátíð foreldrafélagsins í garðinum, grill og gleði frá 15-17. Krakkahestar, sirkus Íslands og grillaðar pylsur.

Dagsetning óákveðin - Útskriftarferð elstu barna á Nónholti þegar veðurspá er hagstæð – farið í Heiðmörk.

© 2016 - 2024 Karellen