Karellen
news

Fréttabréf fyrir febrúarmánuð

03. 02. 2020

Í þessum mánuði átti að hefjast 6 vikna dansnámskeiðið hennar Dagnýjar Bjarkar en vegna óviðráðanlegra orsaka hefst það ekki fyrr en um miðjan marsmánuð. Hins vegar mun hún halda utan um Öskudagsballið okkar eins og síðustu tvö ár. Ömmu- og afakaffi verður á degi leikskólans þann 6. febrúar, kl.15 - 16:30 og boðið upp á kaffi og kleinur. Í tengslum við dag leikskólans verður jafnframt boðið upp á opna daga, þar sem foreldrar geta kíkt í heimsókn og átt stund á deild barnsins síns allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hraunholt ætlar að sleppa því að taka þátt í opnum dögum vegna aldurs barnanna á deildinni og aðlögunar, en nú eru tvö síðustu börnin að byrja þar og leikskólinn því fullsetinn. Tannverndarvika er einnig í fyrstu vikunni í febrúar en þá minnum við alla á mikilvægi góðrar tannheilsu, syngjum um tennurnar og lesum.

Nokkuð hefur verið um veikindi meðal barna og starfsfólks og vonandi fer sú veikindahrina að ganga yfir.

Ef foreldrar eiga eitthvað verðlaust efni sem gæti nýst okkur í myndlist eða föndur þá megið þið endilega hafa okkur í huga.

Annars er þetta á döfinni í febrúarmánuði:

Þriðjudagur 4. feb. Opinn dagur á Móholti – foreldrar velkomnir í heimsókn yfir daginn / open day Móholt

Miðvikudagur 5. feb Opinn dagur á Hnoðraholti – foreldrar velkomnir í heimsókn/ open day Hnoðraholt

Fimmtudagur. 6. feb Dagur leikskólans er 6. febrúar en tilgangur hans er að beina sjónum að kraftmiklu og metnaðarfullu starfi leikskóla. Á Bæjarbóli verður ömmu og afakaffi á milli kl. 15:00 og 16:15. Ef ömmur og/eða afar komast ekki má endilega bjóða staðgengli í kaffið. / Coffee for grandparents between 15:00 and 16:15.

Föstudagur. 7. feb. Flæði – börnin geta leikið sér um allan leikskólann og unnið verður með tannvernd.

Þriðjud. 11. feb. Opinn dagur á Nónholti – foreldrar velkomnir í heimsókn/open day Nónholt.

Föstud. 21. feb. Skipulagsdagur og leikskólinn lokaður.

Mánud. 24. feb. Bolludagur – bollur í matinn og bollur í síðdegishressingu. Bolla, bolla !

Þriðjud. 25. feb. Sprengidagur – saltkjöt og baunir, túkall.

Miðvikud. 26. feb. Öskudagur – Búningaball og gleði / Costume and dance day (ash Wednesday).

Föstud. 28. feb. Leikfangadagur – börnin mega koma með leikfang að heiman/toy day.

© 2016 - 2024 Karellen