Karellen
news

Fréttabréf fyrir desembermánuð

03. 12. 2021

Aðventan er nú að gengin í garð og jólaundirbúningur hafinn í leikskólanum eins og víða en hefðbundið hópastarf fer í jólafrí. Á aðventunni læra börnin meðal annars ljóðið Aðventa, eitt erindi í hverri viku sem er síðan sungið í sameiginlegri söngstund í sal á föstudögum um leið og kveikt er á kertunum á aðventukransinum. Jólasögur og söngvar leggja sinn ljúfa blæ yfir mánuðinn og lögð verður áhersla á að draga úr þeirri spennu sem jólamánuðurinn getur valdið. Leikskólinn verður lokaður á aðfangadag 24.des. og á gamlársdag 31. des. Vinsamlegast látið okkur vita ef börnin verða í einhverju aukafríi á milli jóla og nýars, þetta árið eru fjórir dagar þarna á milli. Það hjálpar okkur hvað varðar skipulagningu að vita hvað von er á mörgum börnum í leikskólann. Aðstæðar í aðdraganda jóla eru ólíkar því sem áður hefur verið og fellur niður bæði piparkökuskreyting foreldrafélagsins og foreldrakaffi á aðventunni. Því miður verðum við að bíða eitthvað lengur eftir því að geta boðið ykkur foreldrum inn í leikskólann en sá tími mun koma. Við þökkum fyrir skilning og tillitsemi og höldum áfram með grímuskyldu.

Föstudagur 3. desember – aðventusöngur í sal, kveikt á öðru kerti á aðventukransinum og sungið.

Þriðjudagur 7. desember – jólaleikrit í boði foreldrafélagsins, Grýla og jólasveinarnir í flutningi Þórdísar Arnljótsdóttur leikara.

Rauður dagur: Föstudaginn 10. desember ætlum við að hafa rauðan dag og þá mætum við í einhverju rauðu og syngjum saman jólalög í aðventustund í salnum.

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða aðfaranótt 12.desember þannig að skórinn fer í gluggann á laugardagskvöldi þann 11.desember. Jólasveinarnir stilla skógjöfum í hóf eins og vanalega.

Nónholtsbörn fara í heimsókn í Sívertsen hús mánud. 13. des eftir hádegi.

Jólagleði-jólaball:

Miðvikudaginn 15. desember verðurjólagleði í leikskólanum. Dansað í kringum jólatréð og jólasveinar láta vonandi sjá sig. Ballið verður tvískipt, Hraunholt og Hnoðraholt kl. 9:30 og Móholt og Nónholt um tíuleitið.
kl. 11:30 Jólamatur, lambalæri með tilheyrandi meðlæti og ís í eftirmat. Útivera eftir hádegi.

© 2016 - 2024 Karellen