news

Dansinn dunar

27. 02. 2019

Nú eru tveir danstímar búnir af sex og gaman að fylgjast með börnunum í danskennslunni. Kennari er Dagný Björk en hún nær ótrúlega vel til barnanna, er með lög og dansa sem höfða mjög vel til þeirra. Baby shark er til dæmis gríðarlega vinsæll dans sem frábært er fyrir okkur starfsfólkið líka að læra. Dagný ætlar að sjá um dansinn á Öskudaginn líka sem verður bara gaman og tvímælalaust mikið fjör. Börnin eru ótrúlega dugleg að fara eftir fyrirmælum, leiðast, dansa hliðar saman hliðar og taka þátt.

© 2016 - 2019 Karellen