Karellen
news

Dagur stærðfræðinnar

01. 02. 2019

í dag var flæði þar sem börnin gátu leikið sér um allan leikskólann og flakkað á milli deilda. Þar sem flæðið hitti á dag stærðfræðinnar var búið að útbúa stærðfræðitengd verkefni á öllum deildum. Í boði voru meðal annars form og föndur, holukubbar og skynjunarkubbar, búðaleikur í heimiliskrók, plúskubbar, segulkubbar, risakubbar, legokubbar, leir og verkefnablöð. Mikið er um veikindi bæði á börnum og starfsfólki og því gott að dreifa börnunum um leikskólann með þessum hætti. Flestir nutu sín vel í flæðinu þó að alltaf séu einhverjir heimakærir sem halda sig að mestu við sína deild en yngstu börnin voru ekki síst dugleg að prófa sem flest svæði og verkefni sem í boði voru.

© 2016 - 2024 Karellen