news

Bleikur dagur

16. 10. 2020

í dag var bleikur dagur í leikskólanum en að því tilefni klæddust börnin bleiku eða voru með eitthvað bleikt. Þar sem það er forvarnarvika þá horfðu börnin á öllum deildum á tvo þætti sem framleiddir voru fyrir leikskólabörn í Garðabæ af þeim Gunna og Felix. Myndböndin fjalla um vináttu og samskipti með áherslu á að standa með sjálfum sér og standa með öðrum ef þeir eru beittir órétti. Börnin fylgdust grannt með og höfðu gaman að.

í kaffitímanum var boðið upp á bleika mjólk í tilefni dagsins.

Útiveran var á sínum stað í dag enda dásamlega gott veður.

© 2016 - 2021 Karellen