news

Afmælishald á Bæjarbóli

22. 03. 2019

Að eiga afmæli er stór stund í lífi barns. Afmælisbörn á Bæjarbóli undirbúa með starfsmanni kórónuna sína, velja á hana lit, lögun og taka þátt í að skreyta.

Á afmælisdaginn ber barnið kórónuna og stjórnar með starfsmanni söng og leik í samverustund. Í hádegismatnum er barnið með sérstakan afmælisdisk og glas og fær að sitja í hásæti.


Í söngsal á föstudögum er sungið fyrir afmælisbörn vikunnar og sprengdar þykjustunni sprengjur með tilþrifum.

Að sjálfsögðu pössum við uppá að allir starfsmenn sem eiga afmæli fái líka Kórónu og eru dálítið í aðalhlutverkum á afmælisdögunum sínum.

Það er gaman að eiga afmæli :)

© 2016 - 2020 Karellen