Karellen
news

Veikindi leikskólabarna

06. 01. 2022

Þegar börn byrja í leikskóla komast þau gjarnan í tæri við bakteríu- og veiruflóru sem þau þekktu ekki áður og algengt er að þau sýkist af þeim og sum eru oft veik fyrsta árið.

Veik börn þurfa ró og næði og eiga rétt á því að dvelja heima þegar þau eru veik. Í mörgum tilvikum eru veik börn smitandi og þá er betra að vera heima.Hér er stutt samantekt um algengustu smitsjúkdóma barna, hvenær þau eru smitandi og hvenær er óhætt að þau fari aftur í skólann.

Inn á heilsuveru má finna stutta samantekt um algengustu smitsjúkdóma barna, hvenær þau eru smitandi og hvenær er óhætt að þau komi aftur í leikskólann.

https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/uppeldi-barna/thegar-bornin-veikjast/

Á vef heilsugæslunnar má finna gátlistann "Heilsufar barna á leikskólaaldri" sem er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðboorgarsvæðisins, Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og fleiri aðila.

Hann leiðbeinir um hvenær veik börn eiga ekki að koma í leikskólann og hvernig staðið skal að sóttkví leikskólabarna. Vonast er til að gátlistinn svari spurningum foreldra og starfsmanna leikskóla.

https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2020/09/15/Heilsufar-barna-a-leikskolaaldri-gatlisti/

© 2016 - 2022 Karellen