Karellen
news

Nónholtsbörn heimsækja Hafnarfjörð

14. 12. 2021

Í síðustu viku fóru börnin á Nónholti í tvær ferðir inn í Hafnarfjörð. Fyrst fóru þau í heimsókn í Sívertsen hús, sem er hluti af Byggðasafni Hafnarfjarðar og elsta hús bæjarins. Í desember ár hvert er leikskólahópum á elstu deildum leikskóla boðið að koma í Sívertsens-hús, fræðast um húsið, fólkið sem þar bjó, jólin í gamla daga og fá í lok heimsóknar að hitta óvæntan gest.

Seinni ferðin var á Fjörukrána í kakó og meðlæti sem móðir á deildinni bauð börnunum í.

Hafnarfjörður er kominn í jólaskrúða og þessar ferðir skemmtilegar á aðventunni ekki síst er ferðalagið með strætó skemmtun í sjálfu sér.

75805d58-5a15-4995-8b19-36f5d4e5b820.jpg

7ba1bbbe-be06-470e-ba52-7badeb454ac4.jpg

d38f4b5d-1034-4607-a535-6003fefd25e9.jpg

8d53eb7a-610f-49bc-952c-0fc983ee269a.jpg

© 2016 - 2024 Karellen