Karellen
news

Jólaskemmtun á Bæjarbóli

16. 12. 2021

Miðvikudaginn 15. desember var haldin jólagleði í leikskólanum. Undanfarnar vikur eru börnin meðal annars búin að útbúa jólagjöf fyrir foreldra sína og gera skraut á jólatréð. Hefð er fyrir því að jólatréð sé skreytt með heimagerðu skrauti og tréð er ávallt hátíðlegt og fallegt.

Dagurinn einkenndist heldur betur af gleði. Um morguninn var boðið upp á heitt kakó með rjóma og ristað brauð. Jólaballið var tvískipt, Hnoðraholt og Hraunholt voru saman á balli og Móholt og Nónholt saman. Þóranna Gunný spilaði á gítarinn undir dansi og söng. Um mitt ball komu rauðklæddir karlar á glugga og heimsóttu börnin. Þeir voru virkilega skemmtilegir og náðu vel til barnanna. Yngri hópurinn fékk bangsa en sá eldri bók frá sveinunum.

í hádegismat var lambalæri með öllu tilheyrandi, ís í eftirrétt og jólabíó eftir hádegi í salnum.

Mikil ánægja var með daginn, leikur og gleði. Börnin fóru með gjöfina til foreldra sinna heim og nú er bara að njóta síðustu daga aðventunnar, leika, lesa, syngja, spila og hafa gaman með vinum sínum.

© 2016 - 2024 Karellen