Karellen
news

Dúó Stemma tónlistaratriði

21. 12. 2021

Í gær bauðst okkur í leikskólanum að fá tónlistaratriði Dúó Stemmu sem skipuð er Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout en þau eru bæði í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau fluttu efnisskrá sem samanstendur af íslenskum þjóðlögum, þulum og vísum tengdum jólunum. Leikið var á ýmis hljóðfæri og hljóðgjafa t.d. víólu, íslenskt steinaspil, trommu og önnur heimatilbúin hljóðfæri. Markmið þeirra er að skapa skemmtilega þjóðlega stemmningu í tali, tónum og hljóðum.

Börnin á Bæjarbóli voru að sjálfsögðu fyrirmyndar áhorfendur og þetta var yndisleg sýning.

Hér má sjá atriði frá Dúó Stemmu á heimasíðu verkefnisins List fyrir alla https://veita.listfyriralla.is/title/duo-stemma/?f...



© 2016 - 2024 Karellen