Þróunarverkefni skólans

Þróunarverkefni eru ríkur þáttur í starfi leikskólans sem er í sífellu að þróa nýja starfshætti og þróa áfram þá sem fyrir eru.

2017-2018

2016-2017 Vinátta á Bæjarbóli

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert samstarfssamning við systrasamtökin Red Barnet í Danmörku og Mary Fonden um notkun námsefnisins Fri for Mobberi sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskólum og yngstu bekki grunnskóla. Barnaheill hafa þýtt, staðfært og framleitt það efni sem ætlað er leikskólum og hefur verkefnið hlotið nafnið Vinátta á íslensku. Bæjarból fékk styrk úr úr þróunarsjóð leik-og grunnskóla í Garðabæ til að innleiða námsefnið.

Markmið Vináttu - verkefnisins er:
 að samfélagið í leikskólanum einkennist af umburðarlyndi og virðingu
 að skapa umhverfi þar sem börn sýna hvert öðru umhyggju
 að börn læri að bregðast við neikvæðhegðun og einelti
 að virkja einstaklinga og gefa þeim hugrekki til að grípa inn í og verja félaga sínari

vinátta á bæjarbóli - lokaskýrsla.pdf

2015 -2016 Listafléttan /tónlist og dans

Helstu markmið er að efla starfsmenn og börn í tónlist og dansi á Bæjarbóli. Við viljum að starfsmenn verði öryggir í að nýta sér hljóðfæri sem leikskólinn á í söng og dansi með börnunum. Að starfsmenn eflist enn frekar í að kenna börnunum einfalda og skemmtilega dansa þannig fáum við fleiri tækifræi til að hreyfa okkur á jákvæðan hátt. Verkefnið er tengt þemaverkefni leikskólans um lífsleikni, þar sem áherslan er líkamsvitund, listir og samvinna. Mat starfsmanna var að verkefnið hefði ekki gengið jafn vel og vonir stóðu til en margt mátti samt sem áður læra og reynslan var góð. Lesa má nánar um verkefnið í þróunarskýrslu.

þróunarskýrsla - listafléttan.docx

© 2016 - 2018 Karellen