news

kveikt á fyrsta aðventuljósinu á aðventukransinum

30. 11. 2020

í söngsal á föstudag sem var að venju haldinn í tveimur hópum var kveikt á spádómskertinu á aðventukransinum. Sungin voru lög sem tengjast frosti og vetri eins og frost er úti fuglinn minn og nú er úti norðanvindur.

Í stundinni var boðið upp á piparkökur enda börnin dugleg að baka í vikunni. Þær smökkuðust að sjálfsögðu ljómandi vel bæði þessar eggjalausu, mjólkurlausu og venjulegu.

© 2016 - 2021 Karellen