Karellen
news

Yngstu börnin heimsækja bókasafn Garðabæjar

13. 11. 2019

Yngstu börnin á Hraunholti brugðu sér af bæ og heimsóttu bókasafnið í Garðabæ á dögunum. Það er oft erfitt að ganga langt þegar maður er með stutta fætur og þau allra yngstu fengu að sitja í kerru á leiðinni. Einnig var tekinn góður tími í ferðina og enginn að flýta sér. Tekið var vel á móti hópnum, börnin hlýddu á sögu hjá henni Rósu og undu sér vel í heimsókninni enda mikið að sjá og gera. Þar eru meðal annars leikföng, mjúkir púðar að sitja í og bækur að skoða. Skemmtileg ferð hjá Hraunholtshópnum.

© 2016 - 2024 Karellen