news

Viðbúnaður vegna Covid 19

06. 10. 2020

Búið er að færa viðbúnaðarstig almannavarna upp á neyðarstig til og með 19. október. Hér má sjá reglugerð um takmörkun á skólahaldi vegna farsóttar https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordI...

Í 3. grein reglugerðar er fjallað um leikskólastarf en þar kemur eftirfarandi fram:

"Leikskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með því skilyrði að starfsfólk sem á erindi inn í skólabyggingar gæti að minnst 1 metra nálægðartakmörkun sín á milli án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Ekki skulu vera fleiri en 30 einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr í hverju rými. Ekki gilda aðrar takmarkanir á samkomum barna á leikskólaaldri.

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Viðvera foreldra sem dvelja inni á leikskóla vegna aðlögunar skal skipulögð þannig að þeir þurfi ekki að nota hreinlætis- eða mataraðstöðu í byggingunni og skulu þeir gæta að minnst 1 metra nálægðartakmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki. Aðeins eitt foreldri fylgi barni í aðlögun."

Mikilvægt er að allir geri sitt til að minnka líkur á smitum innan skólans. Hér koma nokkur viðmið varðandi næstu tvær vikur á Bæjarbóli. Foreldrar eru beðnir um að sýna áfram ýtrustu smitgát, stoppa ekki í leikskólanum lengur en þörf krefur, kveðja börnin fyrir framan fataherbergin á deild, nota innganga sem eru ætlaðir fyrir hverja deild og passa upp á fjarlægðarmörk. Ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra fjarlægðarmörk þurfa foreldrar að setja upp grímur. Ef margir eru að koma á sama tíma þarf ef til vill að hinkra aðeins fyrir utan rýmið. Sýnum tillitsemi og aðgát. Ef aðrir eru að sækja börn og koma með en vanalega biðjum við um að þeir séu upplýstir um innganga og aðstæður. Spritt eru aðgengileg við alla innganga. Reynum að snerta sem fæsta snertifleti í leikskólanum.

Skólanum hefur verið skipt upp í tvo hólf eins og hægt er og starfsfólk fer helst ekki neitt á milli hólfa. Annað hólfið eru eldri deildarnar og hitt hólfið eru yngri deildar. Leitast er við að minnka líkur á að leikskólinn þurfi að loka ef upp kemur smit og vernda starfsfólk, börn og foreldra eins og hægt er.


© 2016 - 2021 Karellen