news

Uppskera í skólagörðunum

08. 10. 2021

í vikunni fóru börnin á Nónholti og sóttu kartöflur í skólagarðana. Ekki seinna vænna þar sem vetur konungur læðist að okkur. Kartöflurnar voru misstórar og fóru beinustu leið í eldhúsið og verða nýttar með hádegismatnum í leikskólanum.

Það er þægilegt fyrir okkur á Bæjarbóli að taka þátt í skólagörðunum þar sem þeir eru staðsettir hérna rétt utan við leikskólann, í nánasta nágrenni.


© 2016 - 2021 Karellen