Karellen
news

Um PMTO foreldranámskeið hjá Garðabæ

24. 09. 2021

PMTO námskeið fyrir foreldra 4 – 12 ára barna haustið 2021

PMTO hópmeðferð (PTC)fyrir foreldra barna með samskipta og hegðunarerfiðleika verður haldið í Garðabæ á miðvikudögumkl. 16:30 – 18:00í alls 10skipti haustið 2021.

Námskeiðið hefst6.október og lýkur 8. desember 2021.

Þátttökugjald er15.000 kr. fyrir fjölskyldu Innifalið eru námskeiðsgögn og veitingar.

Gert er ráð fyrir að báðir foreldrar komi á námskeiðið. Lágmarksþátttaka þarf að vera sjö fjölskyldur, svo námskeiðið verði haldið. Verði þátttaka yfir tíu fjölskyldur verður gerður biðlisti.

PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð, er sannprófað meðferðarprógramm ætlað foreldrum barna með hegðunarerfiðleika. Úrræðið hentar foreldrum barna á leik -og grunnskólaaldri.Rannsóknir hafa leitt í ljós að PMTO dregur úr hegðunarerfiðleikum barns á heimili og hefur auk þess jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu og frammistöðu barns í námi.

Lögð er áhersla á vinnu með verkfærum PMTO og sveigjanleika til að mæta þörfum hverrar fjölskyldu. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðari hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Foreldrar vinna heima á milli tíma.

Á námskeiðinu er m.a. farið í eftirfarandi þætti;

  • -Nota skýr fyrirmæli
  • -Hvetja börn til jákvæðrar hegðunar
  • -Setja mörk
  • -Efla virk samskipti innan fjölskyldu
  • -Vinna með tilfinningar og samskipti
  • -Hafa markvisst eftirlit
  • -Leysa ágreining

Upplýsingar og skráning :

Skráning fer fram í gegnum „Minn Garðabær“ á eyðublaði innan 05. Félagsþjónusta, merkt PMTO foreldrafærni.

Umsóknarfrestur er til og með 1.október .

Svar um pláss á námskeiði verða send1-4 október 2021.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Berglind B. Sveinbjörnsdóttiruppeldisfræðingur Fjölskyldusvið Garðabæjarog Margrét H. Þórarinsdóttir sérkennslufulltrúi og PMTO meðferðaraðili Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar.

Hægt er að hafa samband við námskeiðshalda fyrir frekari upplýsinga í sími 525-8500

© 2016 - 2024 Karellen