news

Þrautabraut frá foreldrafélaginu

10. 03. 2021

Á síðasta skólaári tók foreldrafélagið ákvörðun um að gefa leikskólanum þrautabraut fyrir hreyfingu yngstu barna. Nú er brautin loksins komin en við þurftum að bíða dálítið lengi eftir henni. Brautin er skemmtileg viðbót við hreyfiefni leikskólans og kunnum við foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir stuðninginn. Í brautinni er hægt að þjálfa grófhreyfingar, klifra, hoppa, skríða undir, renna sér og fleira.


© 2016 - 2021 Karellen