Karellen
news

Þorrablót og gleði

22. 01. 2021

í dag var haldið upp á bóndadag og upphaf Þorramánaðar með árlegu Þorrablóti á Bæjarbóli.

Öll börn voru búin að útbúa höfuðföt til að vera með í gleðinni og starfsfólk var þjóðlega klætt í lopapeysur og eins sást ein skotthúfa á höfði Sigurlínu deildarstjóra.

í vikunni voru börnin búin að æfa lag til að syngja fyrir hina í söngsal, einnig var mikið búið að leika með verðlaust efni eins og börnin í gamla daga gerðu eins og bein, steina, skeljar og trjáafskurð. Þessi leikföng þóttu bara mjög skemmtileg.

Í söngsal fengu börnin á sjá nokkra gamla hluti, þar var meðal annars rokkur sem leikskólinn á, þvottabretti, tréfata, roðskinnsskór, tréskeið, leggi, kjamma og skeljar. Hlutirnir voru aðeins kynntir og svo voru sungin þorralögin sem börnin voru búin að æfa.

í hádeginu var þorrasmakk, hrútspungar, sviðasulta, hákarl, harðfiskur, svið, slátur og flatkökur með hangiáleggi og að sjálfsögðu má syngja við matarborðið á þorrablóti.

Frábært dagur í alla staði.

© 2016 - 2024 Karellen