Þorrablót - Bóndadagur

29. 01. 2019

Að venju var Bóndadagur haldinn hátíðlegur á leikskólanum Bæjarbóli þann 25. janúar. Börnin voru vikuna fyrir daginn búin að búa sér til höfuðföt, æfa ýmis gömul og góð sönglög fyrir söngsalinn og skoða leikföng barna í gamla daga. Í hádegismatinn var Þorrasmakk, meðal annars boðið upp á sviðasultu, hákarl, harðfisk og annað góðgæti. Börnin fylgdust grannt með kennurunum sýna þeim sviðahausa og þau voru mjög tilbúin að smakka það sem var á boðstólnum. Á Þorrablóti er í lagi að syngja við matarborðið og tóku sumir lagið yfir matnum. Öll börn leikskólans komu saman á sal þar sem Alda Kolbrún Helgadóttir leikskólakennari á Bæjarbóli til fjölda ára sýndi þeim ýmsa gamla nytjamuni. Alda var með rýjaklippur, ull, gamlan Rokk og lopapeysu og fræddi börnin um ferlið frá því að ullin er klippt af ánum þar til hún verður að peysu. Virkilega skemmtileg stund í salnum þar sem meðal annars var sungið var um þorraþrælinn og Krumma.


© 2016 - 2019 Karellen