Karellen
news

Tannverndarvika

11. 02. 2019

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 4.-8. febrúar 2019 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Að sjálfsögðu tókum við á Bæjarbóli þátt í þessu verkefni og unnin fjölbreytt verkefni í vikunni. Fríða Bogadóttir tannlæknir og formaður foreldrafélagsins var svo hjálpsöm að hún koma á föstudaginn í leikskólann og var með fræðslu í salnum. Þar sýndi hún börnunum myndband og fræðslu um hvað felst í að heimsækja tannlækni í fyrsta sinn. Mikilvægt er að börn séu með einhverja hugmynd um hvað gerist hjá tannlækninum áður en farið er í fyrsta sinn og það minnkar líkur á hræðslu. Einnig kom hún með góða gjöf fyrir öll börn leikskólans, tannbursta og tannkrem.


© 2016 - 2024 Karellen