news

Sveitaferð

20. 05. 2019

Síðastliðinn föstudag var haldið af stað í blautu en mildu veðri í sveitaferð sem var skipulögð í samstarfi við fulltrúa foreldrafélagsins á Bæjarbóli. Sveitabærinn Miðdalur í Kjós var heimsóttur og þar fengu börnin að komast í kynni við húsdýrin og sveitalífið. Þátttaka var ótrúlega góð og margir foreldrar komu með í ferðina, hátt í 180 manns fóru saman og áttu góða stund. Grillaðar voru pylsur í hádegisverð áður en haldið var af stað heimáleið aftur.

© 2016 - 2019 Karellen