news

Sumarstarf

22. 07. 2019

Veðrið hefur heldur betur leikið við landann undanfarna daga og mikil útivera í leikskólanum. Nú eru elstu börnin flest búin að kveðja okkur og hefja sitt grunnskólanám í ágúst. Við þökkum þeim kærlega fyrir samveruna á Bæjarbóli og óskum þeim velfarnaðar.

Fámennt er í leikskólanum þessa dagana og málarar fara að mæta á staðinn að mála inni það sem þarf. Einnig er starfsfólkið að sjá um að ræsta, laga til og gera allt tilbúið fyrir næsta skólaár og heldur betur næg verkefni.

í útiveru í síðustu viku voru farnar vettvangsferðir, bæði í strætó og gönguferðir, sótt var grænmeti í skólagarðana sem var gómsætt meðlæti með hádegismatnum, leikið með sápukúlur, tjöld, sull og fleira. Einnig var í góðviðrinu síðasta fimmtudag tónlist í útiverunni og andlitsmálun.

Hér eru nokkrar myndir frá vikunni:

© 2016 - 2020 Karellen