Karellen
news

Sumarleyfi barna

06. 03. 2018

Nú ættu allir að vera komnir með sumarleyfisblöðin í hendurnar.

Vinsamlega veljið sumarleyfi frá 1. maí til 15. september 2018.

Að jafnaði er gjald í júlí fellt niður. Gjaldið fellur því aðeins niður að barnið komi til baka eftir sumarleyfi.

20. mars.

Vinsamlegast hafið samband við leikskólastjóra sem fyrst ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við þetta fyrirkomulag og ef einhverjar breytingar koma upp.

Við viljum benda foreldrum á að í júlí eru flest börn og starfsfólk í sumarleyfi, starfsemin í lágmarki, deildir sameinaðar og inn kemur afleysingafólk til starfa.

Garðabær ætlar að bjóða þeim börnum sem eru að byrja í grunnskóla í haust að koma í frístund viku fyrir skólabyrjun eða 13.ágúst og þarf að sækja um það sérstaklega þegar sótt er um grunnskóla. Við viljum árétta það að börnin verða að vera búin að taka fjórar heilar vikur í leyfi áður en þau fara í frístund.

Foreldrum þeirra barna sem eru að fara í grunnskóla í haust er bent á að uppsagnarfrestur á dvalarsamningi er einn mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar.

Dvalarsamningi er sagt upp hjá leikskólastjóra.


© 2016 - 2024 Karellen