Karellen
news

Sumarfréttir

19. 07. 2018

Sumarið hefur verið heldur blautt fram að þessu en við höfum fengið nokkra góða daga og fundið ýmislegt skemmtilegt að gera til að brjóta upp starfið. Heimsmeistaramótið í fótbolta sett svip sinn á starfið í júnímánuði og meðal annars var leikur Íslands á móti Nígeríu mönnum sýndur með skjávarpa inn á Móholti þar sem börnin voru búin að gera sér kórónur og fengu andlitsmálningu með íslensku fánalitunum.


Nokkuð hefur verið um vettvangsferðir, eldri börnin farið í Húsdýragarðinn, í Hellisgerði og í fjöruferð ásamt gönguferðum um nágrennið og yngri börnin gengið niður að læknum og á önnur leiksvæði í grenndinni.

Náttfataball var í salnum 6.júlí, allir mættu í náttfötum og gerðu sér glaðan dag. Stuð og stemming á rigningardegi : )


Í útiveru eru börnin stundum að smíða, með sápukúlur og að lita fyrir utan hefðbundna útileiki í sandkassa, rólum, boltaleikjum og fleira.

Elstu börnin sem byrja í grunnskólanum eru smám saman að kveðja okkur og verður þeirra sárt saknað. Kveðjustundin er oft erfið.

Sumarleyfi starfsmanna og barna setur að sjálfsögðu svip sinn á starfið. Deildir eru sameinaðar og núna eingöngu börn á Hraunholti og Móholti. Þrif á leikskólanum, framkvæmdir og skipulagsbreytingar eru í fullum gangi og við þökkum þolinmæði vegna þessa. Búið er að færa sérkennsluherbergi þar sem bókasafnið okkar var færa bókasafnið þar sem geymsla var og færa undirbúningsherbergi starfsmanna á Vinaholt. Mikil vinna sem gengur rosalega vel með öflugu samstarfi allra.


© 2016 - 2024 Karellen