Karellen
news

Sumarblóm og ræktun

03. 04. 2019

Þessa dagana eru allar deildar að vinna með ræktun sumarblóma. Blómapottarnir eru að sjálfsögðu endurunnir úr gömlum pappamálum sem börnin skreyta fagurlega. Svo er að setja mold í pottana og fræ en fyrir valinu urðu Flauelsblóm (marigold) sem eru yfirleitt fljót að spretta og nokkuð harðger. Pottarnir þurfa að standa í birtu og að sjálfsögðu þarf að vökva og fylgjast með hvað gerist.

© 2016 - 2024 Karellen