Karellen
news

Söngsalur

28. 09. 2018

Í morgun var söngsalur sem Þóranna stýrði með myndarbrag. Sungið var um haustið og rigninguna og hver deild var með æft söngatriði sem það sýndi í salnum.

Móholt söng "krummi krunkar úti"

Nónholt söng "Óskasteinar"

Hnoðraholt söng um fiskana tvo

Hraunholt söng litalagið.

í söngsal er ávallt sungið fyrir afmælisbörn vikunnar og "sprengdir" þykjustunni flugeldar.

það er heilmikil æfing fyrir börnin að koma upp fyrir framan hóp. Börnin á eldri deildum voru jafnframt búin að velja kynni sem kynnti lag deildarinnar og mikið lagt upp úr að æfa framsögn og tjáningu.

Ávallt er byrjað á sama laginu sem er lagið "Góðan daginn, góðan daginn, gaman er að sjá ykkur hér. Góðan daginn góðan daginn verið öll sömul velkomin. Halló krakkar, halló krakkar, halló krakkar, já verið velkomin".

Í lokin er einnig ávallt sunginn sami söngurinn og hver deild gengur út undir undirspili og söng.


© 2016 - 2024 Karellen