Karellen
news

Skynjunarstöðvar í flæði

05. 03. 2021

í morgun gerðum við ótrúlega skemmtileg verkefni í flæði. Fjöldi skynjunarstöðva var komið fyrir um allan leikskólann og börnin fóru á milli eftir áhuga og vilja. Stöðvarnar voru eftirfarandi: Fingramálning, ljós og skuggar, höfuðljós, blindandi bragð, lykt, hljóð, snerting, klakar, sandur, hrísgrjón, áferð að stíga á, lita á gólfi, stjörnuljós, nudd, skynjunarkrukkur, ilmolíulykt. Ótrúlega vel heppnað flæði, mikil gleði og fjölbreytt verkefni. Spjallað var við börnin um hvað var skemmtilegast að gera í flæðinu og kom fram að smakka, að finna lykt, að dansa með ljós, að labba á tásunum inni á Hnoðra, klakarnir og hrísgrjónin hefðu verið skemmtilegustu svæðin.

© 2016 - 2024 Karellen