news

Sjóræningjaleikur

23. 06. 2021

í byrjun júní sáu sumarstarfsmenn Bæjarbóls um skemmtilegan sjóræningjaleik sem byggði á þrautum á stöðvum sem þurfti að leysa til að finna fjársjóð. Börnin á Móholti og Nónholti tóku þátt í leiknum. Börnin voru meðal annars að ganga plankann, henda hringjum á sverð, veiða gullstangir, finna bein og lesa úr fjársjóðskorti. Börnin voru búin að útbúa sér kíki og sjóræningjahatta og tilbúin í ævintýraleiðangur.

Börnin voru alsæl með leikinn og heldur betur líf og fjör.

© 2016 - 2021 Karellen