news

Rauður dagur í dag

06. 12. 2019

í dag var heldur betur fjör í leikskólanum, flestir í einhverju rauðu og dansað og sungið í salnum. Veðrið dásemd og allir fóru líka út að leika sér í snjónum.

í söngsalnum var kveikt á öðru kertinu á aðventukransinum, Betlehemskertinu og svo sungu börnin saman. Hver deild var með söngatriði fyrir utan Hraunholtsbörnin sem dönsuðu með laginu "Snjókorn falla". Gleðin og fjörið var svo mikið að allir fóru að dansa og var mikið húllumhæ og stemning i salnum.

Yndislegt að sjá gleðina í andlitum barnanna. Njótum aðventunnar saman.

© 2016 - 2020 Karellen