news

Piparkökubakstur

26. 11. 2020

Í leikskólanum er hafinn jólaundirbúningur enda styttist óðum í aðventuna og börnin byrjuð að vinna að gerð jólagjafa fyrir foreldra sína.

þessa vikuna var tekið til við piparkökubakstur undir hugljúfri jólatónlist og allir glaðir við baksturinn. Sumir voru duglegri að smakka deigið en aðrir og það er líka bara í góðu lagi. Piparkökuilmur um skólann gefur fyrirheit um það sem koma skal á aðventunni.

© 2016 - 2021 Karellen