Karellen
news

Páskaeggjaleit í útiveru

05. 04. 2018

Fyrir páska skipulagði Sessý páskaeggjaleit í garðinum. Hún var búin að útbúa heilmikið af litlum pappírspáskaeggjum sem börnun höfðu skreytt og nokkra páskaunga. Þetta var allt hengt upp í garðinum, sett í sandkassann og á leiktæki. Börnin á eldri deildum fóru svo út eftir hádegið miðvikudaginn fyrir páska og hlupu um alla lóð að finna páskaeggin. Það mátti bara taka eitt í einu og fara með til Sessýar sem beið með körfu og safnaði öllu saman. Börnin tóku þátt í að telja hvað væru komin mörg og í heildina voru þetta 395 egg og ungar sem söfnuðust. Börnin fengu mikið út úr þessu, hreyfingu, æfingu með talningu og samvinnu. Flott verkefni hjá Sessý sem má segja að sé orðin hefð á Bæjarbóli enda gerði hún þetta líka í fyrra.







© 2016 - 2024 Karellen