Karellen
news

Öskudagsgleði

06. 03. 2019

Í dag er búið að vera mikið fjör í leikskólanum. Börnin komu skrautlega klædd í búningum og starfsfólkið líka. Hún Dagný Björk danskennari er mikill snillingur að halda uppi stuði og stemningu á balli og dönsuðu börnin heilmikið í morgun. Helstu dansar voru Hóký póký, Superman dansinn, Vælubíllinn, Bíladansinn og Fyrst á réttunni.

Nokkrir vaskir starfsmenn léku leikritið um Geiturnar þrjár, Heiða var sögumaður, Þóranna lék tröllið af mikilli sannfæringu, Heiða Björk var geitapabbi, Katla var geitamamma og Sigga Ósk var kiðlingurinn. Börnin höfðu virkilega gaman af sýningunni og starfsmennirnir stóðu sig með prýði. Að lokum var svo kötturinn sleginn úr kassanum, allir fengu að spreyta sig á því að slá í kassann sem gaf sig að lokum og snakkpokar flæddu um gólfið.

í hádegismatinn var pizzuveisla með frönskum kartöflum og það voru sátt og sæl börn sem skelltu sér út eftir hádegi að viðra sig í góða veðrinu.

frábær öskudagur, fullur af leik, dans og gleði : )

© 2016 - 2024 Karellen