Karellen
news

Nýtt leiksvæði fyrir yngstu börnin

12. 10. 2020

Á Bæjarbóli hefur verið lokið við að endurnýja útileiksvæði fyrir yngstu börnin og mikil ánægja með að geta byrjað að nýta það svæði í útiverunni. í fyrsta lagi er búið að breyta svæðinu þannig að ekki þurfi að fara með börnin niður brattar tröppur til að komast á svæðið eins og var. Búið er að útbúa þægilegan fláa sem börnin geta sjálf gengið örugg niður. Einnig er búið að setja nýja lága girðingu í kringum svæðið. Á svæðinu er nýr sandkassi með litlu húsi, tvær ungbarnarólur og rennibraut. Í útiverunni eru börnin að þjálfa grófhreyfingar, sum hver eru ný byrjuð að ganga og gott að æfa sig á gúmmíhellunum sem eru á svæðinu. Börnin leika sér nú í öruggara umhverfi á leikskólalóðinni enda er útivera ríkur hluti af leikskólastarfi.

Upp við leikskólahúsið voru einnig gerðar endurbætur en þar var hellum skipt út fyrir mjúkt undirlag og sett lág girðing í kringum ákveðið svæði. Með þessu er aukin fjölbreytni fyrir yngstu börnin á útisvæðinu og tækifæri til að hafa þau nær húsinu í leik.

Börnin á yngstu deildinni fara reglulega með starfsfólkinu í gönguferðir út fyrir leikvöllinn og nýta þá fjórburakerru sem leikskólanum áskotnaðist fyrir stuttu. Heldur betur dugleg börn á yngstu deildinni.

© 2016 - 2024 Karellen